Þórhildur Magnúsdóttir sem heldur úti Instagram reikningum Sundur og saman gefur fylgjendum sínum nokkur ráð til að skapa góða tengingu í samböndum.

Hún segir að þrátt fyrir að það séu engin sérstök vandamál getur fólk jafnvel ekki vitað hvernig það eigi að rækta samband sitt. Þrátt fyrir að búa með maka getur vantað upp á tengslamyndun og til þess að samband gangi upp til lengri tíma þarf að hlúa að því á meðvitaðan hátt.

Þórhildur mælir með að pör skoði eftirfarandi fimm atriði til að skapa tengingu:

 1. Vera bæði uppfyllt sjálf og að lifa ykkar besta lífi!
  Minnka stress, vera þú sjálf/t/ur, og gera það sem þig langar til.
 2. Hafa væntingar á hreinu
  Bæði til makans og til sambandsins sem þið eruð að skapa. Því öruggari sem þið eruð um rammann sem þið ætlið að hafa því afslappaðri getið þið verið innan hans.
 3. Afgreiða ágreining - ekki sópa hlutum undir teppið!
  Ágreiningar munu koma - það er ekki vandamálið. Vandamálið er að afgreiða þá ekki. Í ágreiningi felast alltaf tækifæri til að læra og gera betur.
 4. Planið skemmtilega hluti saman.
  Samband á að vera skemmtilegt og nærandi helst meirihlutann af tímanum. Þið uppskerið eins og þið sáið og með því að plana skemmtilega hluti saman dýpkið þið tengslin. Þetta er auðveldara þegar þið eruð sjálf uppfyllt og vitið hvað þið viljið í lífinu.
 5. Gott og heiðarlegt kynlíf.
  Ef að allt að ofan er til staðar eru góðar líkur á því að gott og heiðarlegt kynlíf verði auðvelt og ÞAÐ getur skapað mjög mikla tengingu - á þann hátt sem fátt annað getur gert!

„Þessi fimm atriði finnst mér skipta mestu máli til að halda tengslum djúpum og rækta samband frá því að vera á "la - la" stað yfir í að vera stórkostlegt,“ segir Þórhildur.

Þórhildur er ein af fáum sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af fjölásta samböndum, en hún á eiginmann og kærasta.

Þórhildur og eiginmaður hennar hafa verið saman í um fjórtán ár og eiga tvö börn saman. þau ákváðu að opna samband sitt fyrir um fjórum árum síðan og segja sambandið miklu betra