Upp­haf­lega sá ég fyrir mér götuna. Húsin voru í heitum litum, með görðu m og á­nægðum í­búum. En heitir litir geta líka verið þrúgandi enda voru ekki allir í götunni hamingju­samir. Mæður voru ó­sáttar. Ég teiknaði götuna upp þegar ég byrjaði að skrifa og fannst af leitt að vera ekki mynd­listar­maður,“ segir Kristín Marja Baldurs­dóttir um til­urð hinnar nýju bókar sinnar sem nefnist Gata mæðranna.

„Fólkið var hins vegar lengi að koma til mín. Ég var mjög upp­tekin af því að ná and­rúms­loftinu enda er það ekki bara fólkið sem skapar það heldur líka um­hverfið,“ bendir hún á og lýsir efninu lítil­lega. „Sagan gerist á sjöunda ára­tugnum og fjallar um Marín og Kristófer, sem búa hvort í sínu húsi við þessa um­ræddu götu. Þau hafa ný­lokið mennta­skóla og eru að reyna að finna sinn stað í sam­fé­laginu. Þegar þau hlusta saman á músík fara þau í leik sem þau hafa búið til. Hann felst í því að skrifa niður upp­lýsingar um fólk, allt sem þau vita. Meðan þau voru í skólanum tóku þau bekkjar­syst­kinin fyrir en nú ætla þau að snúa sér að fólkinu í götunni.

Þau gleyma hins vegar að kort­leggja sjálf sig og fólkið sem að þeim stendur. Hefðu þau gert það hefðu leikar kannski farið á annan veg en þeir gerðu. Þau eru ung, eru rétt að hefja lífið og átta sig ekki á ráða­bruggi full­orðna fólksins. En svo kemur að því að þau standa frammi fyrir gömlu, klassísku spurningunni: Á ég að gæta bróður míns? og þá kemur í ljós að það er ekki alltaf aldurinn sem ræður því hvort fólk taki skyn­sam­legar á­kvarðanir.“

Fólkið er mitt hugar­fóstur

Kristín Marja kveðst sjálf muna þá tíma sem lýst er í bókinni. Þó hafi hún verið yngri en aðal­per­sónan Marín, sem segir á einum stað: „Það er svo kvíð­væn­legt að vera kona, þær lifa svo leiðin­legu lífi þegar þær eru giftar og komnar með börn.“ Þetta segir Kristín Marja ríma við hennar eigin skoðanir á hjóna­bandinu og full­orðins­lífinu þegar hún var um fermingu, til sé skóla­rit­gerð því til sönnunar.

Nú hafi hún hins vegar kyngt þeim skoðunum. En þekkti hún eitt­hvað af fólkinu í bókinni?

„Nei, það er al­ger­lega mitt hugar­fóstur. Al­mennt er ég lítið for­vitin um annað fólk, sem er auð­vitað al­gjör þver­sögn þegar höfundur á í hlut, ég hallast frekar að því að skapa mér minn eigin heim.“ Skrif­borðið í þögninni Býst hún við að minna verði um upp­lestra í að­draganda jóla en í venju­legum árum, vegna veiru­skrattans? „Já, annars les ég orðið minna upp en ég gerði, það tekur á að vera eins og landa­fjandi út um allar trissur. Áður en ég byrjaði að skrifa fyrir al­vöru sá ég ætíð fyrir mér skrif borðið í þögninni og frið­sama mynd af höfundi. Flögraði ekki að mér að fjöl­miðlar, upp­lestrar og ferða­lög fylgdu með í pakkanum. Það kom allt á ó­vart.“