Dans­höfundurinn Anna Kol­finna Kuran undir­býr nú dans­verkið Feminískt reif í sam­starfi við menningar­skólann Litlu systur. Verkið verður flutt á Reykja­vík Dance Festi­val í nóvember og aug­lýst er eftir ung­mennum til að taka þátt í verkinu og í starf­semi Litlu systur.

Litla systir er hugar­fóstur dans­höfundarins Ás­rúnar Magnús­dóttur sem hefur áður staðið að ýmsum sam­sköpunar­verkum með ung­lingum. Spurð um hvort Feminískt reif skeri sig í ætt við þau verk segir Anna Kol­finna:

„Þetta er kannski svo­lítið svipað og Ás­rún hefur verið að gera í sinni vinnu sem dans­höfundur en þetta er verk eftir mig þannig að ég er dans­höfundurinn og mun vinna með krökkunum að allri sköpun. Þau munu semja verkið með mér.“

Anna Kol­finna bætir því við að Ás­rún og Litla Systir hafi verið henni mikill inn­blástur og hafi hún því á­kveðið að leita til þeirra.

„Ég er mikið að hugsa um að skapa örugg rými og skapa vett­vang fyrir fólk sem hefur sterka rödd en fær kannski ekki hljóm­grunn og ung­lingar til­heyra alveg klár­lega þeim hópi. Ung­lingar hafa mjög sterka rödd, þau hafa fullt að segja en það er kannski ekki hlustað á þau eða tekið mark á þeim.“

Að sögn Önnu Kol­finnu er mark­miðið að skapa feminíska útópíu þar sem allir upp­lifi sig örugga og frjálsa, óháð kyni og bak­grunni.

„Við ætlum að búa til heim þar sem okkar reglur gilda og raun­veru­legt jafn­rétti. Öll mega vera eins og þau vilja, skil­greina sig eins og þau vilja og klæða sig eins og þau vilja.“

Öll ung­menni 14-19 ára geta sótt um að vera með til 1. septem­ber á anna­kolfinna@gma­il.com. Æfingar fara fram á mánu­dögum á milli 17 og 19:30 á Dans­verk­stæðinu frá 5. septem­ber fram að frum­sýningu sem verður á dögunum 16. til 19. nóvember.