Hannes Óli Ágústs­son, segir það skan­dal að Jaja Ding Dong hafi ekki verið til­nefnt til Óskars­verð­launa í stað lagsins Husa­vik. Þetta kemur fram í við­tali við banda­ríska tíma­ritið Slate.

„Auð­vitað er þetta aðal skandallinn í þessu máli. En maður getur ekki unnið öll verð­launin. Hannes, leikarinn, er miklu hrifnari af hinu laginu, en Olaf er örugg­lega enn­þá frekar pirraður yfir þessu.“

Hannes Óli vakti mikla at­hygli fyrir hlut­verk sitt sem hinn kröfu­harði tón­leika­gestur Olaf Yohans­son í myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga en lína hans „Play Jaja Ding Dong!“ varð að einu vin­sælasta jarmi (e. meme) síðasta árs.

via GIPHY

Reiðubúinn að fara á verðlaunaafhendinguna

Hannes Óli endur­vakti hlut­verk sitt sem Olaf í mynd­bandi sem fram­leitt var fyrir Óskars­her­ferð Hús­víkinga. Her­ferðin hitti greini­lega í mark hjá Óskar­sakademíunni sem til­nefndi Husa­vik – My Home Town sem besta frum­samda kvik­mynda­lagið í gær.

Í við­talinu sagði Hannes Óli einnig skemmti­lega sögu frá því þegar hann heim­sótti Húsa­vík síðast­liðið sumar.

„Ég keyrði þangað í gegn einu sinni í fríi. Við fengum okkur há­degis­mat á kaffi­húsinu, þetta var stuttu eftir frum­sýningu myndarinnar, og ég fékk fjöl­margar augngotur og sá að margir tóku myndir í laumi af Jaja Ding Dong gaurnum á Húsa­vík. Ég tók meira að segja sjálfur nokkrar myndir þar fyrir sjálfan mig og fjöl­skylduna mína.“

Í lok við­talsins er Hannes spurður að því hvort Net­flix muni fljúga með hann á verð­launa­af­hendingu Óskarsins sem fer fram þann 25. apríl næst­komandi.

„Vonandi. Ég hef ekki heyrt neitt. En ég er mjög til.“