Lífið

Skamm­að­ur fyr­ir að biðj­a kær­ust­unn­ar í mar­a­þon­i

​Dennis Galvin hefur fengið að heyra það frá netverjum undanfarna daga eftir að hann bað kærustu sinnar. Ástæðan er ekki sú að hann hafi beðið hennar heldur sú leið sem hann fór þegar hann gerði það.

Frá maraþoninu í New York á sunnudag. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Fréttablaðið/AFP

Dennis Galvin hefur fengið að heyra það frá netverjum undanfarna daga eftir að hann bað kærustu sinnar. Ástæðan er ekki sú að hann hafi beðið hennar heldur sú leið sem hann fór þegar hann gerði það.

Kærasta hans, Kaitlyn Curran, var að taka þátt í sínu fyrsta maraþoni þegar Galvin skellti sér á skeljarnar. Curran var búin með tæplega 26 kílómetra af rúmlega 42 í New York-maraþoninu sem fram fór á sunnudag þegar hann stöðvaði hana og bað hennar.

Curran táraðist, sagði já en bætti við að hún yrði nú að klára hlaupið. Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér á netinu. „Kærastan mín er að hlaupa maraþon. Hvernig get ég látið þetta snúast um mig?“ spyr einn notandi á Twitter. 

Annar segir að þeir sem æft hafa fyrir maraþon viti hversu mikið þarf að leggja á sig í undirbúningi. Að vera síðan truflaður í miðju hlaupi sé síðan algjör firra. 

„Biddu hennar við endamörkin vitleysingur! Fær hún ekki að hlaupa í friði frá þér?“ spyr önnur.

Hvað sem því líður þá sagði Curran já og veltir Galvin eflaust fáu öðru fyrir sér þar sem þau munu taka að eiga hvort annað í náinni framtíð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ný kitla staðfestir Game of Thrones í apríl

Lífið

A Star Is Born vex í vinsældum á Íslandi

Lífið

Þurfa ekki að hafa á­hyggjur af Gylfa Þór Sigurðs­syni

Auglýsing

Nýjast

Gamall pistill eftir Stan Lee vekur athygli

Rollur heimsóttu heilsugæsluna á Eskifirði

Outlaw King: Hvað er satt og hvað er fært í stílinn

Dekk1.is – dekk á betra verði

Fjöl­skyldu­stemning í risa­stóru batteríi

Stikla fyrir nýjustu Poké­mon myndina

Auglýsing