„Ég vil bara segja ykkur eitt leyndar­mál,“ segir popp­stjarnan Brit­n­ey Spears í færslu sem hún birti í gær á Insta­gram-síðunni sinni.

Hún segir frá því að þótt svo að líf hennar líti kannski út fyrir að vera nokkuð gott þá líði henni ekki vel en eins og fjallað var um í vikunni þá opnaði hún sig í fyrsta sinn fyrir dóm­stólum um sjálf­ræðis­sviptinguna sem hún hefur lifað við undan­farna tvo ára­tugi.

„Ég trúi því að við viljum öll lifa ævin­týra­lífi og eins og ég hef pó­stað … þá lítur líf mitt út fyrir að vera nokkuð gott .. ég held að það sé það sem að við öll leitumst eftir,“ segir Brit­n­ey.

Líf hennar ekki fullkomið

Hún segir að það hafi hún lært af móður sinni, sem hafi aldrei, sama hversu ömur­legar að­stæður voru, látið hana og syst­kini hennar finna fyrir því.

„Ég segi þetta núna við fólk því ég vill ekki að líf mitt sé full­komið því ÞAÐ ER ÞAÐ ALLS EKKI,“ segir hún.

Brit­n­ey biðst svo af­sökunar á því að hafa látið eins og það væri það en segir að stolt hennar hafi spilað þar inni í og að hún hafi hafa skammast sín fyrir að­stæður sínar og vildi ekki segja frá því hvað hefur komið fyrir hana.

„En þið getið trúað því eða ekki, að látast eins og allt væri gott hefur hjálpað,“ segir hún og þakkar því sér­stak­lega að hafa haft að­gang að Insta­gram-reikningnum sínum þar sem hún hefur getað deilt til­veru sinni sama hvað var í gangi.

Britney segir að Instagram hafi hjálpað henni.
Fréttablaðið/Getty

Færslan er að­gengi­leg hér að neðan.