Dóttir Kim Kar­dashian og Kanye West, North West, skammaði mömmu sína í vikunni fyrir að nota aðra rödd en vana­lega þegar hún býr til efni fyrir sam­fé­lags­miðla sína.

Kim var að út­búa aug­lýsingu fyrir Insta­gram-síðuna sína um fegrunar­kassa sem hún fékk sendan þegar heyrist í dóttur hennar:

„Af hverju talarðu öðru­vísi?“

Kim spurði til baka hvernig öðru­vísi hún meinti og þá sagði North West „Í mynd­böndunum þínum.“

„Í mynd­böndunum mínum. Ég er sama manneskjan. Ég tala ekki öðru­vísi,“ sagði Kim við því.

Í mynd­skeiðinu sem má sjá hér að neðan má síðan heyra Kim spyrja bæði dóttir sína og dóttur­dóttir sína hvort að hún noti ó­líkar raddir þegar hún fram­leiðir mynd­bönd um snyrti­vörur og skyggingu og þá heyrist í North herma eftir mömmu sinni sem spyr hissa hvort hún hljómi í raun þannig.

Hægt er að hlusta og horfa á samskipti mæðgnanna hér að neðan.