Dóttir Kim Kardashian og Kanye West, North West, skammaði mömmu sína í vikunni fyrir að nota aðra rödd en vanalega þegar hún býr til efni fyrir samfélagsmiðla sína.
Kim var að útbúa auglýsingu fyrir Instagram-síðuna sína um fegrunarkassa sem hún fékk sendan þegar heyrist í dóttur hennar:
„Af hverju talarðu öðruvísi?“
Kim spurði til baka hvernig öðruvísi hún meinti og þá sagði North West „Í myndböndunum þínum.“
„Í myndböndunum mínum. Ég er sama manneskjan. Ég tala ekki öðruvísi,“ sagði Kim við því.
Í myndskeiðinu sem má sjá hér að neðan má síðan heyra Kim spyrja bæði dóttir sína og dótturdóttir sína hvort að hún noti ólíkar raddir þegar hún framleiðir myndbönd um snyrtivörur og skyggingu og þá heyrist í North herma eftir mömmu sinni sem spyr hissa hvort hún hljómi í raun þannig.
Hægt er að hlusta og horfa á samskipti mæðgnanna hér að neðan.