Þunga­rokks­hljóm­sveitin Skálm­öld ætlar að taka sér pásu eftir árið um ó­ráðinn tíma. Á­kvörðun sem tekin var af mikilli yfir­vegun og í fullri sátt.

„Litla hobbí­bandið okkar varð svo sannar­lega að skrímsli, og nú þarf það að hvíla sig,“ eru loka­orð í til­kynningu Skálmaldar en þunga­rokks­hljóm­sveitin hefur á­kveðið að taka sér pásu eftir árið. Á­kvörðunin var tekin af yfir­vegun og í fullri sátt. Tíu ára stím tók sinn toll, önnur verk­efni, bæði per­sónu- og vinnu­tengd, hafa þurft að víkja og nú vilja hljóm­sveitar­með­limir búa til tíma fyrir þau.

Hljóm­sveitin ætlar þó að kveðja með hvelli. Í kringum vetrar­sól­stöður svo að­dá­endur eru beðnir um að merkja 21. desember í daga­talið. „Þá höldum við veislu sem fer svo sannar­lega í sögu­bækurnar, við­burð sem við kynnum mjög bráð­lega,“ segor enn­fremur í til­kynningunni.

Skálm­öld kom fram á sjón­var­sviðið árið 2009 þegar hljóm­sveitin gaf út Baldur, þunga­rokks­plötu sem breytti ís­lensku þunga­rokki. Tón­listin var víkinga­rokk og textarnir, sem Snæ­björn Ragnars­son samdi, þóttu það góðir að þeir voru kenndir í skóla­stofu. Kvaðning þykir eitt allra besta lag þunga­rokks­sögu landsins en það er að finna á fyrstu plötunni. Lagið náði svo áður séðum hæðum með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands.

Rás1 hóf að spila Skálm­öld og hefur bandið haft þann sið að frum­flytja lag af væntan­legum plötum á stöðinni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tíu ára spilerí hefur tekið sinn toll en bandið hefur verið dug­legt að spila er­lendis þrátt fyrir annir hér heima.

Hljóm­sveitin markaði djúp spor í ís­lensku þunga­rokki, gaf út fimm plötur sem allar fengu góðar við­tökur. Hróður þeirra er­lendis hefur einnig vakið at­hygli en sökum anna hefur hljóm­sveitin spilað minna hér á fróni en lög gerðu ráð fyrir.