Aðal­per­sóna skáld­sögunnar Kákasus-gerillinn eftir Jónas Reyni Gunnars­son er Bára, ung kona sem á sér það á­huga­mál að búa til hlað­varp um efni. Þá ekki um eitt á­kveðið efni heldur öll efni. „Matur, drykkur, vímu­efni og snáka­olíur. Hún hefur á­huga á öllu sem við erum að inn­byrða til að breyta okkur. Breyta því hvernig okkur líður,“ segir Jónas Reynir en í rann­sóknar­vinnu sinni rekst Bára á nafnið Ei­ríkur Mendez sem er ungur maður sem lést tuttugu árum áður og fléttast þannig sögur þeirra saman í rann­sóknar­vinnu Báru.

Sterkar þrí­víðar per­sónur

Jónas Reynir hefur hlotið mikið lof fyrir per­sónu­sköpun sína en bækur hans inni­halda yfir­leitt eftir­minni­legar og þrí­víðar per­sónur.

Hann segist leita inn­blásturs á ó­líkum stöðum í per­sónu­sköpun sinni. „Það getur komið úr öllum áttum en eins og í síðustu skáld­sögu sem var Dauðir skógar þá heyrði ég mann segja frá ein­hverjum sem fékk hraða­sekt. Hann orðaði það þannig að þeir hefðu hirt hann á níu­tíu“ segir Jónas Reynir. „Ég punktaði þetta niður og þegar ég setti þessa setningu í munn per­sónu þá gaf þessi eina setning í skyn marga per­sónu­leika­þætti,“ segir hann.

Jónas Reynir segist þó vera annarrar skoðunar sem lesandi en hann telur ekki nauð­syn­legt að skáld­skapur inni­haldi flókna þrí­víða per­sónu­leika.

„Sem lesandi er ég þeirrar skoðunar að per­sónu­sköpun og í raun bækur þurfi ekki að hafa þrí­víðar per­sónur. Ég sé þetta fyrir mér sem á­kveðið róf. Til dæmis þegar þú skapar í mynd­list þá getur þú gert mjög ab­strakt spýtu­karl sem rétt svo þekkist sem manneskja eða þú getur gert ná­kvæma mynd í stíl við Rembrandt. Það má leika sér á öllum þessum skala. En þegar ég er að skrifa þá held ég að ég hallist meira í áttina að ítar­legri per­sónum,“ segir hann.

Kákasus-gerillinn er fjórða skáldsaga Jónasar Reynis Gunnars­sonar.
Kápa/Forlagið

Til­vistar­leg ó­værð í nú­tímanum

Að mati höfundar lýsir Kákasus-gerillinn djúp­stæðri til­vistar­legri ó­værð.

„Þetta er kannski saga um það hvernig þessi ó­eirð brýst út og þróast í þessum rosa­lega efnis­lega heimi sem við búum við í dag,“ segir Jónas Reynir sem telur að margir búi í til­vistar­legum efa í nú­tímanum.

„Ég held að við séum ó­hamingju­samir apar sem eru að gleyma því aftur og aftur að allt þetta nú­tíma­líf það hentar öpum ekkert sér­stak­lega vel,“ segir hann.

Að­spurður segist Jónas Reynir sam­mála því að hægt sé að líta á skáld­skap sem á­kveðna tegund af hug­breytandi efni.

„Al­gjör­lega, skáld­saga er í rauninni upp­skrift að ein­hverju á­kveðnu á­standi sem þú ferð í alveg eins og þegar þú inn­byrðir efni sem setur þig í nýtt á­stand,“ segir hann.

Jónas Reynir telur texta sem slíkan á­huga­verðan í þessu ljósi: „Það er svo heillandi hvað textinn getur spilað á okkur og hvað við erum næm fyrir honum. Það er ekkert að gerast, þú ert bara að lesa ein­hver tákn. En samt er fullt í gangi líkam­lega. Þannig er texti alveg eins mikill galdur og efni. Við erum sí­breyti­legt efni, við getum verið öðru­vísi mann­eskjur fyrir og eftir há­degi.“

Ég held að við séum ó­hamingju­samir apar sem eru að gleyma því aftur og aftur að allt þetta nú­tíma­líf það hentar öpum ekkert sér­stak­lega vel.

Þró­umst til þess að komast af

Erfða­efni og okkar eigin efnis­lega sam­setning eru einnig við­fangs­efni bókarinnar en Jónas Reynir telur þetta eiga sér á­kveðnar skýringar.

„Við þró­umst til þess að á­kveðnir eigin­leikar lifi af í gegnum kyn­slóðirnar og mikil­vægasti eigin­leikinn er að koma erfða­efninu á­fram. Við þró­umst ekki til þess að sjá heiminn eins og hann er, það þarf ekki að haldast í hendur. Við þró­umst bara til að komast af sem tegund,“ segir hann og bætir við:

„Það getur verið erfitt að sam­þætta þetta við hvers­daginn. Að ganga um og mæta í vinnuna og fara út í búð með allt þetta í hausnum á sér getur verið þung byrði. Að hugsa að þú sért vilja­laust dýr sem hefur engu um það að ráða að eitt­hvað hirðingja­sam­fé­lag á­kvað hvernig hlutirnir áttu að vera fyrir þúsund árum síðan.“

Um það hvort ein­hverja ljósa punkta sé að finna í skáld­sögu hans segir Jónas Reynir svo vera.

„Jú, ég held það. Ég held að bókin bjóði upp á ein­hverjar út­gáfur af svari og æðru­leysi gagn­vart þessum hugsunum,“ segir hann.