Veitinga­staðurinn Skál! á Hlemmi Mat­höll fékk fyrir skömmu svo­kallaða Bib Gourmand viður­kenningu frá Michelin. 

Á vefsíðu Michelin segir að fyrirtækið verðlauni svokallaða Bib Gourmand staði fyrir „fram­úr­skarandi mat­reiðslu á sann­gjörnu verði“. 

Þess ber að geta að ekki er um að ræða hinar mjög svo eftir­sóttu Michelin-stjörnur. Einnig var til­kynnt hvaða veitinga­staðir fengju stjörnu eða stjörnur á Norður­löndunum. 

Ís­lenski veitinga­staðurinn Dill var sá fyrsti til að fá Michelin-stjörnu árið 2017. Þá fékk veitingastaðurinn Matur og drykkur Bib Gourmand viðurkenningu sama ár.