Ný ostapítsa Domin­os hefur vakið hörð við­brögð meðal gráða­o­sta­unn­enda á Twitter. „Sjúkasti brandarinn sem Dominos hefur púllað síðan þau tóku gráðaostinn af seðlinum fyrir nokkrum árum," segir pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson.

Pítsan, sem ber nafnið Ostó­ber, er með Havarti krydd­osti, pipar­osti, cheddar­osti og mozzarella en Twitter not­endur gagn­rýna það að enginn gráða­ostur sé á svo­kallaðri ostapítsu.

Net­verjar eru einnig ó­sáttir við verð pítsunnar en stór Ostó­ber pítsa kostar tæp­lega fjögur þúsund krónur en til saman­burðar kostar stór pítsa bara með mozzarella osti 2.340.