Sjöunda barn leikarans Alec Baldwin og eiginkonu hans Hilariu er nú komið í heiminn. Hilaria tilkynnti á Instagram í gær að hún hefði fætt dóttur sína á fimmtudag en þau hafa gefið henni nafnið Ilaria Catalina Irena.

„Hún er komin. Við erum svo spennt að kynna litla drauminn okkar fyrir ykkur,“ sagði hún við færsluna og kynnti svo nafn hennar.

Í myndbandi sem fylgir færslunni má sjá Hilariu halda á dóttur þeirra í spítalarúmi rétt eftir að hún er fædd. Á myndum sem fylgja má sjá systkini hennar halda á henni, Alex með svart fótafar hennar á hönd sinni og Hilariu halda á henni en hún segir einnig í færslunni að þær séu báðar við góða heilsu.

Greint er frá á vef ET.