Sjö­tti þáttur Krúnu­varpsins, hlað­varps Frétta­blaðsins um Game of Thrones er kominn á netið og má hlusta á þáttinn hér að neðan. Þátturinn er gefinn út viku­lega sam­hliða hverjum þætti af Game of Thrones. Þá má jafn­framt einnig horfa á þáttinn en hann var tekinn upp í beinni út­sendingu. Þátturinn er gerður í sam­starfi við Nexus.

Líkt og áður eru Oddur Ævar Gunnars­son og Ingunn Lára Kristjáns­dóttir, blaða­­fólk á Frétta­blaðinu, á sínum stað en að þessu sinni mæta þeir Arnar Tómas Val­geirs­son, um­sjónar­maður hlað­varps Frétta­blaðsins og Samúel Karl Óla­son, blaða­maður á Vísi og helsti GoT sér­fræðingur landsins og ræða vendingar í sjötta þættinum.

Ekki verður út­listað í nánum at­riðum það sem rætt verður í þættinum en líkt og gefur að skilja er um að ræða loka­þáttinn af Game of Thrones og því nóg til þess að tala um. Hörðustu að­dá­endur þáttanna geta alls ekki látið hlað­varpið fram­hjá sér fara.