Ný sjónvarpsþáttaröð um galdrastrákinn fræga, Harry Potter, er sögð í bígerð hjá HBO Max. Þetta herma heimildir The Hollywood Reporter.

Sjórnendur Warner Media sem framleiða myndirnar eiga að hafa átt í viðræðum við HBO varðandi mögulega leikstjóra og útfærslu á þáttum um galdrastrákinn. Þróun þáttanna er enn á frumstigi og ekki hefur verið samið við neinn enn sem komið er.

Þáttaröðin verður líkt og kvikmyndirnar byggð á bókum J.K. Rowling. Kvikmyndirnar sem eru átta talsins þénuðu alls sjö milljarða dali og njóta enn töluverða vinsælda um allan heim.

Ekki kemur fram hverjir munu fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni en það var breski leikarinn Daniel Radcliffe, sem fór með hlutverk Harry Potter í kvikmyndunum.