Breska sjón­varps­konan Caroline Flack, sem er lík­legast best þekkt fyrir hlut­verk sitt sem sjón­varps­kynnir í bresku raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land, er nú látinn en þetta kemur fram í frétt Daily Mail um málið. Ekki hefur komið fram hver dánar­or­sökin var en bresku götublöðin halda því fram að Flack hafi tekið eigið líf.

Flack, sem var 40 ára, hætti sem kynnir Love Is­land eftir að kærasti hennar á­kærði hana fyrir líkams­á­rás en hún greindi frá því síðast­liðinn fimmtu­dag að hún kæmi til með að opna sig um á­sakanirnar og sam­band sitt en réttar­höld vegna málsins höfðu ekki enn farið af stað.

Svo virðist þó vera sem að Flack og kærasti hennar, Lewis Burton, væru að lag­færa sam­band sitt þar sem hann setti mynd af þeim saman á Insta­gram í gær í til­efni Valentínusar­dagsins. „Ég elska þig,“ skrifaði Burton með myndinni.

Þrátt fyrir erfiðleika þeirra á milli sagðist kærasti Flack enn elska hana.