Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld en að þessu sinni kíkir hún til hjónanna Sæ­vars Guð­jóns­sonar og Berg­lindar Steinu Ingvars­dóttur og kíkir svo á menningar­frömuðinn Hákon Hildi­brand.

Árið 2011 opnuðu hjónin Sæ­var Guð­jóns­son og Berg­lind Steina Ingvars­dóttir, sem eiga og reka Ferða­þjónustan Mjó­eyri, veitinga­stað í Randulffs-sjó­húsinu sem er gamalt síldar­sjó­hús í eigu Sjó­minja­safns Austur­lands sem hefur vakið mikla at­hygli fyrir glæsi­legan villi­bráða­mat­seðil að hætti Austur­lands.

Sjöfn heim­sækir Berg­lindi í sjó­húsið og fær inn­sýn í sögu sjó­hússins og á­herslur veitinga­staðarins sem hefur ein­staka sér­stöðu til að státa sig af. Í Randulffs-sjó­húsinu er á­hersla lögð á að bjóða upp á ferskan mat úr firðinum eins fisk og hrein­dýr en einnig há­karl, harð­fisk, kavíar og síld sem allt er fram­leitt á svæðinu.

Hákon Hildi­brand, frum­kvöðull, menningar­frömuður og drag­drottning, á­samt eigin­manni sínum Haf­steini Haf­steins­syni, mynd­listar­manni og rit­höfundi, eru eig­endur Hildi­brands hótelsins í Nes­kaup­stað en þeir eru frægir fyrir að efla menningar­líf og matar­upp­lifanir bæjarins sem enginn hefur staðist.

Sjöfn heim­sækir Hákon á Hildi­brand hótel í þættinum kvöld og fær inn­sýn í sögu hússins, til­urð þess að þeir fóru út í hótel­rekstur svo fátt sé nefnt. „Byggingin var byggð af lang­afa mínum á fjórða ára­tug síðustu aldar sem verslunar­hús bæjarins,“ segir Hákon meðal annars.

Meira um þetta í þættinum Matur og heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld en þátturinn er frum­­sýndur kl. 19.00 og fyrsta endur­­­sýning er kl. 21.00.