Lífið

Sjöundi í Ófærð: „Latt sæði“ og dauðir fiskar

Sjöundi þáttur Ófærðar var sýndur á RÚV í gær. Netverjar brugðust við þættinum að vanda.

Ásgeir plataði Bárð með sér í gönguferð upp á fjall til að sækja sýni í vatnið. Á göngunni ræddu þeir ýmislegt eins og latt sæði vegna hassreykinga. Skjáskot/RÚV

Sjöundi þáttur Ófærðar var sýndur á RÚV í gærkvöld. Líkt og áður höfðu netverjar margt að segja um karaktera, stöðu rannsóknar á Siglufirði og annað sem átti sér stað í þættinum. 

Fólk var ekki hrifið af sögunni um geitastrákinn sem hjúkrunarfræðingurinn sagði iðnaðarráðherra. 

Ásgeir og Guðrún virðast ná vel saman Skjáskot/RÚV

Þá velti fólk fyrir sér morðvopninu og hvort vinsældir gjallhamra myndi aukast í kjölfar þáttarins. 

Þá er margt við söguþráðinn sem ekki allir eru sammála um að gangi upp. Eins og af hverju öryggimyndavélar hafi ekki verið á vararafmagni og hversu fljótt hafi tekist að greina lífsýni á Siglufirði. 

Bárður, eiginmaður Hinrikku, bakaði afar girnilega gulrótarköku í þættinum. Margir velta því fyrir sér hvort hass hafi verið í kökunni, því Bárður er jú vel þekktur fyrir að reykja afar mikið af því. Þá var mikið rætt um samtal þeirra Ásgeirs og Bárðar uppi á fjalli þar sem Ásgeir spurði Bárð hvort sæði hans væri ekki latt af reykingunum.

Lokaatriðið virtist svo vekja talsverða athygli. Þar mátti sjá aragrúa af dauðum silungi í vatninu. Eins og þeir sem vita sem fylgst hafa með er þetta ekki í fyrsta skipti sem dauð dýr birtast á skjánum í Ófærð. 

Ætli vatnið sé sýkt? Skjáskot/RÚV

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Krepptur bangsi og ófær sorp­­flokkun á Sigló

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Innlent

Mæðrum barna með Downs sárnar Ó­­­færð

Auglýsing

Nýjast

Ó­trú­lega stolt en á sama tíma sorg­mædd

Efna til tón­listar­há­tíðar í til­efni 50 ára af­mælis Woodstock

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Auglýsing