„Lagið heitir Sugar. Ég samdi lagið ásamt vinkonu minni Zöe Ruth Erwin. Lagið fjallar bókstaflega um kynlíf. Það fjallar um sterka líkamlega tengingu, sem ekki er hægt að útskýra beint með orðum. Þegar þú þráir einhvern og verður að fá núna. Það hafa flestir lent í því að stundum er einhver ótrúleg kynferðisleg spenna í gangi. Eitthvað svo sterkt sem ekki er hægt að útskýra,“ segir Elísabet Ormslev um lagið Sugar.

Leikararnir Telma Huld Jóhannesdóttir og Fannar Arnarsson fara með hlutverk elskendanna.

Lagið Sugar kemur á streymisveitur þann 25. október
Mynd/Birta Rán

Elísabet segist ekki hafa átt orð yfir frammistöðu þeirra, svo góð var hún.

„Þau voru alveg sjúklega tengd, þau eru náttúrulega bestu vinir. Það var heppilegt fyrir mig. Þau hafa farið í sleik áður og leikið saman þannig þetta var bara fullkomið,“ segir Elísabet.

Tómas Welding fór með leikstjórn myndbandsins, en það var Anna Karen Scheving sem sá um framleiðsluna.

Lagið kemur út á streymiveitur 25. október, eftir tvær vikur frá deginum í dag.