Tónlistarvefurinn Pitch­fork hefur nú tekið saman sjö upp­tökur frá ís­lenska tón­skáldinu Hildi Guðna­dóttir en líkt og flestum ætti að vera kunnugt hlaut Hildur Óskars­verð­laun fyrr í vikunni fyrir tón­listina í kvik­myndinni Joker.

Í fréttinni er sigur­ganga Hildar rakin en hún hefur meðal annars unnið til BAFTA-verð­launa, Golden Globe, Gram­my og Emmy. Þá koma einnig fram ýmsar upp­lýsingar um tón­lista­feril hennar og sam­starf við aðra tón­listar­menn en að mati Pitch­fork er það þegar hún er ein sem að ein­kennir tón­list hennar.

„Hreyfan­legur sam­runi af um­lykjandi drunum og sam­tíma klassískri tón­list sem leggur á­herslu á yfir­vegaðan hljóm hennar; hún er fær um að kalla fram heilu heimana út frá nokkrum vel völdum tónum,“ segir í frétt Pitch­fork um ein­kennandi hljóm Hildar.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða upp­tökur urðu fyrir valinu:

  1. Samstarf Hildar og Schneider TM á plötunni Good Sounds árið 2005.

2. Önnur sólóplata Hildar, Without Sinking, frá 2009.

3. Samstarf Hildar og Hauschka á plötunni Pan Tone frá árinu 2011.

4. Nýlegasta sólóplata Hildar, Saman, frá árinu 2014.

5. Tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2019.

6. Tónlist Hildar í kvikmyndinni Joker árið 2019.

7. Lag Hildar um brottflutning albanskra fjölskyldna, Fólk fær andlit, frá 2020.