Sann­kölluð ein­býlis­perla er nú til sölu á horni Öldu­götu og Ægis­götu, heilt ein­býlis­hús á Öldu­götu 14 í Reykja­vík. Á vef fast­eigna­sölunnar Eigna­miðlunarkemur fram að tvær í­búðir eru í húsinu í dag en auð­velt er að nýta það sem ein­býli.

Húsið er 98 ára gamalt og var byggt árið 1923. Sjá má afar glæsi­lega mynd af húsinu hér að neðan þar sem það stendur í Reykja­vík sem er gjör­ó­lík því sem við þekkjum í dag.

Húsið er sam­kvæmt Þjóð­skrá 438,7 fer­metrar að flatar­máli en sam­kvæmt teikningum bætast 43,6 fer­metrar við í risi en þar er grunn­flötur undir súð að hluta tölu­vert meiri eða 100,3 fer­metrar. Húsið skiptist á fyrstu hæð, efri hæð, ris og er jafn­framt með kjallara. Í húsinu eru ellefu herbergi, fjórar stofur og alls sjö svefnherbergi.

Þar er allt til alls en á fyrstu hæð eru tvær stofur, eld­hús, bað­her­bergi og tvö svefn­her­bergi. Þannig eru þrjú svefn­her­bergi á efri hæð svo eitt­hvað sé nefnt. Þá er þar að finna eld­hús á báðum hæðum, þeirri efri og neðri.

Bað­her­bergið er sér­lega vel búið og vekur at­hygli að þar er að finna svo­kallaðan rassa­skolara, sem sjald­gæfir eru á Ís­landi en finna má á mörgum heimilum í Evrópu og margir kannast meðal annars við frá Spáni. Þá er þar að sjálf­sögðu að finna bað­kar og sturtu.

Frá stofu á efri hæð er gengið upp í ris­hæð. Þar er að finna stórt og opið rými sem auð­velt væri að stúka niður í her­bergi. Þá er hægt að nýta það sem góða og bjarta stofu eða vinnu­að­stöðu. Hér er um að ræða sann­kallaða perlu sem enginn má láta fram­hjá sér fara.

Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun