Flestir hafa ef­laust heyrt orð­rómana um það að her­toga­hjónin Meg­han og Harry í­hugi nú að af­sala sér her­toga­tigninni svo þau geti hætt störfum fyrir bresku krúnuna og konungs­fjöl­skylduna. Í til­efni af þeim tók Perez­Hilton saman sjö hluti, í léttri um­fjöllun, um það sem þau geti gert hætti þau þessu brasi.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá komust orð­rómarnir á kreik eftir að fréttir bárust af því að Elísa­bet Bret­lands­drottning hefði kallað parið á sinn fund. Henni hefði mis­líkað það hve opin­skátt þau hefðu talað um sam­bönd sín við aðra fjöl­skyldu­með­limi í ný­legri heimildar­mynd.

Eins og fram hefur komið hefur parið átt nokkuð erfitt upp­dráttar að undan­förnu vegna hispurs­lausrar um­fjöllunar breskra götu­blaða. Voru við­tölin í heimildar­myndinni við­brögð við því en Harry gaf sig til að mynda á dögunum og á­kvað að stefna einu götu­blaðanna fyrir birtingu á bréfum her­toga­ynjunnar.

Sagt alla sögu sína

Það er á­stæða fyrir því að stjórn­mála­menn sem eru hættir segja sögu sína eftir að ferlinum lýkur.

Án greiðslna fyrir störf sín fyrir konungs­fjöl­skylduna munu her­toga­hjónin (fyrr­verandi?) þurfa á fjár­hags­legri inn­spýtingu að halda. Þau gætu auk þess unnið að verkinu saman, heima með Archie.

Þá yrði lesturinn aug­ljós­lega magnaður, með alls­kyns upp­lýsingum innan hallarinnar sem mögu­lega hafa aldrei komið upp á yfir­borðið áður.

Parið hefur séð margt og gæti sagt frá ansi mörgu.
Fréttablaðið/Getty

Farið í stjórn­mál

Her­toga­hjónin eru meðal vin­sælustu opin­berra per­sóna í heiminum. Enginn, hvorki Kate né Willi­am eða nokkur annar kemst með hælana þar sem þau hafa fæturna hvað varðar vin­sældir.

Meg­han gæti þannig boðið sig fram til em­bættis Banda­ríkja­for­seta, enda með banda­rískan ríkis­borgara­rétt. Þá gætu þau bæði loksins tjáð sig um pólitísk á­lita­efni. Hver vill ekki vita hvað Harry finnst um Brexit?

Meg­han hefur fyrir löngu sýnt fram á að hún lætur á­lita­efni sig varða meðal annars með bar­áttu sinni fyrir réttindum hinna ýmsu minni­hluta­hópa. Fram­boð yrði negla en auð­vitað gæti Harry líka boðið sig fram til breska þingsins. Hitt hlýtur þó að teljast meira spennandi.

Farið aftur í leik­listina

Meg­han öðlaðist auð­vitað frægð líkt og allir vita fyrir leik sinn sem lög­fræðingurinn Rachel í banda­rísku þáttunum Suits. Hún gæti tekið þátt í þeim að nýju eða glæ­nýrri seríu. Hún gæti líka leikið í Net­flix mynd um banda­rískar konur sem giftast prinsum.

Harry hefur reyndar litla reynslu af leik­list. Hann hefur samt látið sér bregða fyrir í einni vin­sælustu mynd allra tíma, Star Wars The Last Jedi, þar sem hann birtist sem storm­sveitar­maður. Fólk hefur hafið ferilinn á ó­merki­legri hlutum.

Meghan ásamt meðleikara sínum fyrrverandi Patrick J. Adams í Suits.
Fréttablaðið/Skjáskot

Farið í í­þróttir

Harry lítur fjandi vel út á hesti þegar hann spilar bresku í­þróttina póló, eða reið­knatt­leik. Við höfum engar upp­lýsingar um það hversu góður hann er samt og einungis þeir allra bestu geta grætt pening.

Harry stofnaði hins vegar Invictus leikana árið 2014 og gæti haldið á­fram að styðja við bakið á þeim ef hann myndi af­sala sér her­toga­tigninni.

Þá er Meg­han mikil á­huga­kona um tennis og mætir reglu­lega á tennis­leiki. Sást meðal annars um árið á Wimbledon með meintri ó­vin­konu sinni og svil­konu Kate Midd­let­on. Hún er líka góð­vin­kona Serenu Willi­ams og gæti ef­laust fengið leið­sögn hjá henni í upp­hafi ferilsins.

Fyrir­sætu­feril

Her­toga­hjónin eru bæði fjall­myndar­leg og ættu ef­laust ein­falt með að verða fyrir­sætur. Sjá um að aug­lýsa hinar ýmsu vörur og taka þátt í markaðs­her­ferðum fata­fram­leiðanda.

Eftir þeim báðum er hvor­teð­er nú þegar tekið og flest götu­blöðin gera sér oft mikinn mat úr því hvernig þau klæða sig. Það yrði ekki meiri­háttar breyting fyrir hvorugt þeirra, enda vin­sæl og skemmti­leg.

Harry er sjarmatröll í póló.
Fréttablaðið/Getty
Meghan ásamt þeim Serenu Williams og Hönnuh Davis.
Fréttablaðið/Getty

Klám

Í um­fjöllun Perez­Hilton er tekið fram að hér sé senni­lega ekki á ferðinni raun­veru­legur val­kostur.

Tækni­lega séð væri her­toga­hjónunum þó frjálst að hefja feril í klám­mynda­gerð, ef þau svo óskuðu. Gætu jafn­vel kallað sig her­togann og her­toga­hjónin af Sus­SEX. Eða þannig.

Raun­veru­leika­sjón­varp

Vin­sælustu sjón­varps­þættir veraldar um þessar mundir eru raun­veru­leika­þættir. Þættir eins og Keeping Up With The Kar­dashian hafa verið vin­sælir um ára­bil.

Lík­legt verður að teljast að bresku götu­blöðin muni ekki hætta að sýna þeim á­huga jafn­vel þó þau af­sali sér her­toga­tigninni. Þau geta því stýrt um­fjöllun um sig sjálf ef þau henda í eina raun­veru­leika­þátta­seríu.

Rétt eins og Kim og Kayne gera ef­laust listi­lega vel eins og sýndi sig þegar rifrildi þeirra frá því í maí á þessu ári fór í loftið og sendi inter­netið á hliðina.

Þau gætu líka boðið hálf­systur Meg­han, Samönthu Grant (sem tók sér nafnið Samantha Mark­le eftir trú­lofun systur sinnar) að vera með og hún gæti orðið eins­konar skúrkur þáttarins.

Kim Kardashian og Kris Jenner á MTV hátíðinni. Meghan og Harry gætu verið þarna!
Fréttablaðið/Getty