Söngkonan Sjana Rut hefur um árabil sungið, málað og samið bæði lög og ljóð af miklu kappi en fyrst núna er komið að fyrstualvöru útgáfutónleikunum hennar sem fara fram í Salnum í Kópavogi í kvöld.

Sjana Rut hefur hingað til látið mest á sér bera í tónlist í félagi við Axel bróður sinn en plötuna Gull & Grjót gerði hún ein síns liðs og óhætt að segja að þar sýni hún á sér nýjar hliðar.

„Ég gaf alltaf út svona rafræna nýbylgjutónlist með bróður mínum en þessa plötu vann ég ein og hún er meira þjóðlagaskotin,“ segir Rut í samtali við Fréttablaðið.

„Þetta er allt öðruvísi en það sem ég hef gefið út áður,“ segir Sjana og bætir við að þrátt fyrir þjóðlagaþráðinn finnist henni öll lögin á plötunni mismunandi og því erfitt að skilgreina tónlistina á henni nákvæmlega.

Sjana Rut gekk með frumburðinn sem hún eignaðist fyrra þegar hún ákvað að gera plötuna og eins og vera ber þegar börn eru annars vegar hafði meðgangan og fæðing frumburðarins varanleg áhrif á móðurina, bæði sem manneskju og tónlistarkonu.

Sjana Rut sýnir á sér nýjar hliðar sem tónlistarkona og fetar þjóðlaslóðir á nýju plötunni.

„Ég held að hann hafi gefið mér öðruvísi sýn á lífið,“ segir Sjana. „Um leið og ég varð ólétt þá breyttist allt bara. En ég held að hann hafi samt komið á hárréttum tíma og kannski hefði ég ekki gefið plötuna út ef ég hefði ekki átt hann. Hver veit? Ég ákvað að gera þessa plötu á meðan ég gekk með hann og lagið Hjartsláttur á plötunni er tileinkað honum.“

Sjana Rut spáir því að framhald verði hjá henni bæði í útgáfu og tónleikahaldi í nánustu framtíð enda sé hún hvergi nærri hætt heldur rétt að byrja. „Ég á svo mikið efni sem ég hef samið en ég hef alltaf samið allt mitt efni sjálf þannig að það er enn mikið til í geymslu,“ segir Sjana sem er stundar einnig listmálun og þannig prýðir til dæmis verk eftir hana umslag Gull & Grjót.

Platan kom út á þeirri hlöðnu dagsetningu 20.02.20, fyrir rétt rúmri viku þann 20. febrúar 2020 og nú er loks komið að útgáfutónleikunum þar sem hún hefur með sér einvalalið tónlistarfólks.

Pálmi Sigurhjartarson Þorgils Björgvinsson úr Sniglabandsinu og Ingólfur Sigurðsson úr Síðan skein sól sjá um undirleikinn með Sjönu og Kid Isak er sérstakur gestasöngvari.

Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Salnum í Kópavogi í kvöld, 28. febrúar, og hefjast klukkan 20.

Miðasala er hafin á TIX.is og Salurinn.is fyrir ‘Sjana Rut: Gull & Grjót útgáfutónleikar’! Þeir verða haldnir þann...

Posted by Sjana Rut on Friday, January 10, 2020