Frétt birtist í gær um að stærstu sjálfs­fróunar­há­tíð heims hafi verið af­lýst vegna kóróna­veirunnar. Há­tíð þá átti aldrei að halda en um paródíu ein­hvers var að ræða á inter­netinu. Há­tíðir af þessu tagi hafa þó verið haldnar áður. Frétta­blaðið biðst vel­virðingar á þessum mis­tökum.

Heima­síða há­tíðarinnar er þannig grín­síða sem ein­hver sprelli­gosinn hefur komið í loftið. Þetta má sjá á „spurt og svarað“ flipa síðunnar þar sem spurt er „Er þetta al­vöru?“ og svarað: „Því miður. Svipaðar há­tíðir hafa verið haldnar áður og allt fræðslu­efni um sjálfs­fróun á síðunni er satt.“


Síðan er þannig skop­stæling á heima­síðum stórra há­tíða og grínið fólgið í fá­rán­leikanum.


Frétta­blaðið biðst aftur vel­virðingar á þessum mis­tökum.