Will Smith var í góðum gír í Vanity Fair eftir­partýinu eftir sögu­lega Óskars­verð­launa­há­tið þar sem hann sló Chris Rock eftir­minni­lega fyrir að gera grín að konunni hans, Jada Pin­kett Smith. Kemur þetta fram á vef New York Post.

Í mynd­bandi á Twitter sést Smith dansa með óskarinn sinn við lagið „Gettin Jiggy Wit It“, á­samt hóp af fólki og virðist at­vik kvöldsins ekki liggja mikið á honum.

Á Twitter kom fram að hann hafi verið spurður hvernig hann hafði það eftir há­­tíðína og svaraði hann „It´s all love“, eða „þetta er allt ást“.

Einnig kom fram á Twitter í nótt að Chris Rock ætlar ekki að stefna Smith fyrir líkams­­á­rás. Lög­reglan í Los Angeles hafði gert at­huga­semdir við at­vikið en mun ekkert að­hafast frekar í málinu.

Þá tjáði Jaden Smith, sonur Will og Jada sig einnig um at­vikið á Twitter og sagði ein­fald­lega: „og svona gerum við þetta“