Bene­dikt Bóas Hin­riks­son og Ingólfur Grétars­son frá Frétta­blaðinu eru staddir á að­dá­enda­svæðinu í Tel Aviv þar sem þúsundir komu saman fyrr í kvöld til að fylgjast með undan­úr­slitariðlinum í Euro­vision og fangaði Bene­dikt stemninguna þegar Ís­land komst loksins á­fram eftir nokkurra ára bið.

Eins og sjá má hér að neðan var stemningin mjög góð á svæðinu en spennu­þrungin enda að­dá­endur að bíða eftir því að fá að vita hvaða tíu lög ættu eftir að komast á­fram í úr­slita­keppnina á laugar­dags­kvöld.

„JAAAAÁ­Á­Á­Á­Á­Á­Á­Á­Á­Á­Á“ kallaði Benni að sjálf­sögðu þegar Ís­land komst á­fram og tókst honum að finna mann­eskju með ís­lenska fánann sem fagnaði Benna inni­lega þegar hann mætti til hans.

„Við erum komin á­fram! Hvað á ég að gera núna?!“ sagði Benni, ein­lægur að vanda. Það er ó­hætt að segja að að­dá­endur hafi glaðst mjög.