Pipar­sveinninn Cla­yton Echard er nýjasti Ís­lands­vinurinn en síðustu fjórir þættirnir í nýjustu Bachelor seríunni eiga sér allir stað á Ís­landi, eins og að­dá­endur vita.

Frétta­blaðið fór á stúfana og hafði upp á stöðunum þar sem þættirnir voru teknir upp. Líkt og fram kom í blaði dagsins munu ástar­ævin­týri Cla­ytons skila sér dug­lega í ís­lenska þjóðar­búið.

Les­endur sem vita EKKERT um loka­þættina gætu mögu­lega þurft að fara var­lega í lestri hér að neðan. Annars eru EKKI spillar úr allra síðasta þættinum.

Banka­strætið

Undir­ritaður hefur séð þó nokkra á sam­fé­lags­miðlum apa eftir það sem lík­lega er frægasta upp­á­koma til að eiga sér stað á Banka­stræti. Jú, stundin þar sem Rachel kallar á Cla­yton að hún elski hann af svölunum á Banka­stræti 14 og fær að sjálf­sögðu kallið til baka.

Í­búðin sem parið gisti í er sann­kallað lúxusrými, en það er aug­lýst á vef­síðunni B14.is.Þar má sjá að það eru þó nokkur her­bergi í boði.

Mynd/B14
Mynd/B14
Mynd/B14
Mynd/B14
Mynd/B14

Reykja­vík Do­mes

Cla­yton fór ekki langt til að hitta næstu kærustuna sína. Hann kíkti að­eins út fyrir borgar­mörkin, á Gufu­nes­veginn og skellti sér í lúxus dome íboði Skemmti­garðsinsmeð Gabby.

Þar stóðst okkar maður að sjálf­sögðu ekki mátið og þurfti að snúa sér við með Esjuna í bak­sýn, til þess að segja Gabby að hann, að sjálf­sögðu, elskar hana. Fal­legur lúxus, ör­stutt fyrir utan borgina.

Mynd/Reykjavík Domes
Mynd/Reykjavík Domes
Mynd/Reykjavík Domes
Mynd/Reykjavík Domes
Mynd/Reykjavík Domes

KLEIF FARM

Fjöl­skylda Cla­ytons virtist tölu­vert jarð­bundnari en hann. Það fór þeim því ein­stak­lega vel að gista á lúxus­bónda­bænum Kleif í Kjós.

Einungis 35 mínútum fyrir utan Reykja­vík og rétt hjá Þing­völlum, Gullna hringnum og Glym. Fjöl­skyldu Cla­yton, honum sjálfum og pipar­meyjunum leið líka ansi vel á bónda­bænum.

Mynd/Kleif
Mynd/Kleif
Mynd/Kleif
Mynd/Kleif

Skála­brekka á Þing­völlum

Ef marka má heimildir Frétta­blaðsins mun Cla­yton koma við í heils­árs­húsi í Skála­brekku við Þing­valla­vatn í loka­þætti seríunnar.

Þar er að sjálf­sögðu að finna sama lúxus og á hinum stöðunum, en ekki hvað. Lík­legt má telja að þarna muni Cla­yton jafn­vel fara á hné­skeljarnar.

Mynd/Skálabrekka
Mynd/Skálabrekka
Mynd/Skálabrekka
Mynd/Skálabrekka