Í gær var frum­sýnd ný stikla í fullri lengd úr nýju Bat­man-kvik­myndinni sem verður frum­sýnd í mars á næsta ári.

„Þegar ljósið lendir á himni er það ekki bara á­kall, heldur við­vörun,“ segir Robert Pattin­son í stiklunni en hann tekur í þetta sinn að sér að leika myrku hetjuna.

„Í þessari út­gáfu er ekki eins mikil stjórn á per­sónu­leika hans,“ sagði Pattin­son á ráð­stefnunni DC Fandome þar sem stiklan var frum­sýnd í gær, en hann kynnti hana sjálfur inn á ráð­stefnunni. Hann sagði að það væri ekki eins ljóst í myndinni, og áður, hve­nær hann er Bruce og hve­nær hann er Bat­man.

Leik­stjóri myndarinnar er Matt Ree­ves og í öðrum hlut­verkum eru Paul Dano sem Riddlerinn og Zoe Kra­vits sem Kattar­konan og svo er Colin Farrell nærri ó­þekkjan­legur sem Mör­gæsin. Al­fred leikur svo í þetta sinn Andy Serkis sem margir þekkja sem Gollri úr Hringa­dróttins­sögu-kvik­myndunum.

Ree­ves sagði á ráð­stefnunni að hann væri nú að leggja loka­hönd á kvik­myndina. Í fyrra á sömu ráð­stefnu var sýnd stikla úr myndinni en frum­sýningu hennar var síðar frestað vegna heims­far­aldursins. Myndin verður í fyrstu að­eins í bíó­sölum en svo um 45 dögum síðar verður henni streymt á streymis­veitu HBO Max.

Fjallað er um stikluna og frum­sýninguna á vef CNet. Stikluna er hægt að horfa á hér að neðan.