Nýjasta ferðamannaparadísin á Íslandi, Skógarböðin eða Forest Lagoon, opnaði á dögunum þar sem gestir fá að upplifa stórbrotið útsýni Eyjafjarðar við rætur Vaðlaheiðar.

Líkt og nafnið gefur til kynna standa böðin í skógi og fylgir því mikil veðursæld og kyrrð. Lónið er teiknað af sömu arkítektum og teiknuðu Bláa Lónið og Sjóböðin á Húsavík.

Ætla má að lónið verði einn vinsælasti ferðamannastaður sumarsins á Norðurlandi, en fjöldi erlenda fjölmiðla hafa fjallað þessa einstöku viðbót við flóru íslenskra ferðamannastaða.

Sem dæmi CNN Travel, Condé Nast Traveler og TripSavvy.