Stórglæsilegt einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ er nú falt fyrir 295 milljónir króna.

Nánar um eignina á fasteignavefnum Miklaborg.

Eignin er hvorki meira né minna en 517 fermetrar og í því eru átta herbergi og fjögur baðherbergi, líklega mun ekki væsa um nýja eigendur hússins.

Húsið stendur á 1.222 fermetra eignalóð á besta stað í Garðabæ. Fasteignamat eignarinnar er rúmlega 153 milljónir króna og er eins og fyrr segir ásett verð 295 milljónir.

Samkvæmt CreditInfo er skráður eigandi hússins tískudrottningin, Lilja Hrönn Hauksdóttir, sem er gjarnan kennd við verslunina Cosmo.

Samkvæmt heimildum DV frá 2019 keypti Lilja Hrönn eignina ásamt eiginmanni sínum árið 1995. Kaupverð eignarinnar var þá 28,7 milljónir króna.

Stutt er í alla helstu þjónustu líkt og matvöruverslun, leikskóla, grunnskóla og Strætó.

Þarna væri nú gott að sóla sig á sumrin.
Mynd/Miklaborg fasteignasala
Bjart og fallegt í stofunni.
Mynd/Miklaborg fasteignasala
Pottur í garðinum með dásamlegu útsýni.
Mynd/Miklaborg fasteignasala
Falleg hönnun hússins sést langar leiðir.
Mynd/Miklaborg fasteignasala