Brúðkaupsveisla Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur stendur nú yfir. Veislan er öll hin glæsilegasta og fer fram á herragarði við Como-vatn á Ítalíu. Þar eru margir þekktustu einstaklingar landsins saman komnir til að fagna með brúðhjónunum.

Skemmtiatriði veislunnar eru ekki af verri endanum en söngkonan Bríet söng fyrir gesti yfir fordrykknum. Þá gæddu gestir sér á mat frá veitingastaðnum Sumac á meðan Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, lék á gítar og söng fyrir gesti.

Þá stigu bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór einnig á svið og tóku nokkur lög. Grínistinn Sólmundur Hólm skemmti einnig gestum með uppistandi.

Enn hefur engin mynd birst af brúðhjónunum saman en hér má sjá nokkrar myndir úr brúðkaupinu af Instagram-reikningum gesta.

View this post on Instagram

Stoltur af mínum manni 🕺🏾🍾💙#lexasig

A post shared by Bjarki Ásgeirsson (@bjarkiasgeirs) on

View this post on Instagram

💍 #lexasig

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on

View this post on Instagram

❤️ #lexasig

A post shared by Guðmundur Mummi Björnsson (@mummibjoss) on

View this post on Instagram

What a wedding 💍 #lexasig

A post shared by Margrét Vala Björgvinsdóttir (@margretvalab) on

View this post on Instagram

Brúðkaup aldarinnar🙏 #lexasig

A post shared by aldissif (@aldissif) on

View this post on Instagram

En route🎊 #RoadtoComo19 #Lexasig

A post shared by Pattra S (@trendpattra) on

View this post on Instagram

#LexaSig ❤️

A post shared by Elsa Harðar🌱 (@elsahardar) on