Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir ágræðslu á handleggjum við axlir fyrir ári síðan, birti nýtt myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann sýnir árangurinn sem hann hefur náð frá aðgerðinni.

Í myndbandinu útskýrir Guðmundur Felix að hann geti nú stjórnað úlnliðnum á hægri hendi og er hann að vonum mjög glaður með það.

Þá segir hann einnig að hann geti hreyft fingur á hægri hendi einnig en að vinstri hendin sé um það bil þremur mánuðum á eftir þeirri hægri í bataferlinu.

Guðmundur Felix sýnir að hann hafi ekki eins góð tök á vinstri úlnliðnum en segist þó finna fyrir auknum styrk niður í hendi og geti einnig hreyft vísifingur örlítið.

Þvílíkur árangur hjá þessum magnaða manni. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Guðmundur Felix ánægður með árangurinn.
Mynd/Skjáskot af Facebook