Veður­á­huga­maðurinn Mu­hammed Emin Kizilka­ya, er nú staddur á há­skóla­svæðinu við Há­skóla Ís­lands í Vatns­mýrinni. Þar leyfir hann fylgj­endum sínum að fylgjast með sér upp­lifa storminn sem nú gengur yfir höfuð­borgar­svæðið og landið allt.

Frétta­blaðið ræddi við Mu­hammed í gær en hann er mikill veður­á­huga­maður eins og áður segir og sagði það ekki koma til greina að missa af ó­veðri kvöldsins. „Ég held að ég hafi ekki misst af einum einasta stormi síðan ég flutti hingað,“ sagði hann léttur í bragði.

Mu­hammed valdi há­skóla­svæðið sér­stak­lega vegna þess hve mikil vindur er þar og einnig fyrir sitt eigið öryggi. „Mesti vindurinn er enn ekki mættur en þetta er MIKIÐ,“ skrifar hann á Face­book síðuna sína. „Við vorum allt í einu hreppt af vindinum.“