Brúðkaupsveisla Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í gær á herragarði við Como-vatn á Ítalíu. Gestir veislunnar skemmtu sér konunglega en meðal þeirra sem skemmtu gestum yfir matnum voru Bríet, Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Sólmundur Hólm.

Þegar leið á kvöldið færðu gestir sig síðan á dansgólfið en þá steig tónlistarmaðurinn Aron Can á svið og tryllti lýðinn.

Enn hefur engin mynd birst af brúðhjónunum saman en margir hafa beðið spenntir eftir að fá að berja kjól Alexöndru augum. Hér má sjá nokkrar myndir sem náðust af Alexöndru í gær.

Alexandra virtist hæstánægð með veisluna í gær.
Alexandra ásamt vinkonum sínum.