Leik- og söng­konan Jenni­fer Lopez hefur löngum vakið at­hygli fyrir dans­hæfi­leika sína og ætti því ekki að koma mörgum á ó­vart að hún hafi gjör­sigrað spjall­þátta­stjórnandann góð­kunna Jimmy Fall­on í Tik Tok dans­keppni.

Reglur keppninnar voru á þá leið að bæði Fall­on og Lopez fengu að horfa einu sinni á Tik Tok mynd­band með fá­einum dans­hreyfingum. Í kjöl­farið áttu þau svo að reyna að leika sporin eftir.

Börnunum til skammar

Lopez óttaðist að hún yrði börnum sínum til skammar og viður­kenndi að þau höfðu háar kröfur. Fall­on á annað borð virtist mjög öruggur með sig. „Ég er þekktur fyrir að danstaktana mína svo ég held að ég fari létt með þetta.“

Kepp­endunum tveimur gekk mis­vel að muna dans­sporin og var út­koman á pörtum nokkuð hlægi­leg. Í heildina fór það Lopez mun betur úr hendi en Fall­on að koma sann­færandi töktum á fram­færi og er hún því tví­mæla­laus sigur­vegari keppninnar.