Ís­land leikur stórt hlut­verk í Net­flix-myndinni Heart of Stone, sem frum­sýnd verður á næsta ári. Í stiklunni fyrir myndina, sem gefin var út í gær, má meðal annars sjá Hörpuna springa og ísraelsku leik­konuna Gal Gadot á fullri ferð á mótor­hjóli við Hall­gríms­kirkju.

Víð­tækar götu­lokanir voru á höfuð­borgar­svæðinu í apríl, þegar myndin var tekin upp og af­raksturinn af því má sjá í stiklunni.

Heart of Stone er njósna-spennu­tryllir og fara Gal Gadot og Jamie Dornan með aðal­hlut­verk í myndinni. Sögu­þræði myndarinnar hefur verið haldið leyndum í tölu­verðan tíma en vitað er að Gadot leikur CIA-full­trúa sem tekst á við al­þjóð­leg sam­tök.

Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan.