Dómararennsli fyrri undan­úr­slitariðilsins í Euro­vision fór fram í kvöld og stigu liðs­menn Hatara á svið um átta­leytð að ís­lenskum tíma. Hér að neðan má sjá myndir frá dómararennslinu en ekki má taka upp mynd­band á því.

Bene­dikt Bóas Hin­riks­son, blaða­maður Frétta­blaðsins, sem staddur var í Expo höllinni í Tel Aviv og fyldist með dómararennslinu og stað­festi fyrr í kvöld að dómararennslið hefði gengið vonum framar.

Þá má sjá að Einar trommugimp er enn og aftur kominn með glæ­nýja sleggju en dómararennslið er gífur­lega mikil­vægt, þar eð at­kvæði dómara gilda 50 prósent á móti at­kvæðum al­mennings í síma­kosningu sem fer fram á morgun þegar keppnin verður sýnd í beinni.

Fréttablaðið/AFP
Fréttablaðið/AFP
Fréttablaðið/AFP
Fréttablaðið/AFP
Fréttablaðið/AFP
Fréttablaðið/AFP