Hatari kom sá og sigraði í undan­riðli Euro­vision keppninnar og hefur frammi­staða kappanna vakið mikla at­hygli og er Ís­land nú komið í úr­slita­keppnina í fyrsta sinn síðan árið 2014 þegar Pollapönk gerði slíkt hið sama.

Þannig skaust Ís­land upp fyrir Ástralíu á sam­fé­lags­miðlum og vakti at­riði Hatara gífur­lega at­hygli net­verja og á sam­fé­lags­miðlum þar sem flestir ræddu lagið „Hatrið mun sigra.“

Sjá má fram­lag Ís­lands í keppninni hér að neðan en eins og sjá má hafa verið gerðar þó­nokkrar breytingar á at­riðinu og það fín­pússað síðan það sást síðast í beinni á sjón­varpskjám lands­manna í Söngva­keppninni.