Fellibylurinn Ian gekk yfir Flórída ríki í Bandaríkjunum nú á miðvikdag með hræðilegum afleiðingum en Joe Biden, Bandaríkjaforseti hefur varað við því að bylurinn gæti hafa verið sá mannskæðasti í sögu Flórída.

Gríðarlegur vindstyrkur og mikil flóð fylgdu í kjölfar stormsins þegar hann gekk á land í Fort Myer en hægt er að sjá þróun fellibylsins í myndbandinu hér fyrir neðan.

Stórt íbúðarsvæði í borginni hreinlega hverfur undir flóðið og sést greinilega að ekki er um venjulegan storm að ræða.

Sjón er sögu ríkari.