Daði Freyr, Árný og fé­lagar í Gagna­magninu luku nú síð­degis sinni fyrstu æfingu á sviði fyrir stóru stundina í Rotter­dam. Sjá má myndir af æfingunni hér fyrir neðan.

Eins og al­þjóð veit verða þau áttundu á svið, í seinni undan­úr­slitariðlinum sem fer fram fimmtu­daginn 20. maí næst­komandi. Hópurinn mætti til Hollands um helgina og er ekki annað að sjá en að vel gangi.

Hópnum er spáð 6. sæti sam­kvæmt veð­bönkum. Ís­lenskir Júró­vi­sjón að­dá­endur segja keppnina gal­opna. Nú vermir franska lagið toppinn en Malta hafði fram að því átt fyrsta sætið sam­kvæmt veð­bönkum.

Sjá má myndir og myndband af æfingunni hér að neðan:

EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting
EBU/Andres Putting