Skemmti­staðurinn Sirkus sem mörgum er gamal­kunnur opnar á Seyðis­firði í kvöld. Sig­ríður Guð­laugs­dóttir stendur að baki endur­opnuninni en hún var eig­andi Sirkuss í Reykja­vík og rekur einnig skemmti­staðinn Boston. Sirkus var lokað árið 2007.


„Við erum búin að vera að vinna að þessu í vetur. Þetta er meira og minna allt endur­unnið," segir Sig­ríður í sam­tali við blaða­mann. „Ég er með öll gömlu hús­gögnin, ég gat gert þau upp," segir Sig­ríður. „Þetta er alveg frá­bært, nú er hægt að fara frá Seyðis­firði til Fær­eyja og hægt að fara á Sirkus á báðum stöðum." En skemmti­staður undir sama nafni hefur verið starf­ræktur í Fær­eyjum síðan 2009.

Sigríður setti allt frá gamla skemmtistaðnumí geymslu og fær það nú að líta dagsins ljós á ný.
Fréttablaðið

Útilokar ekki Sirkusfestival

Barinn opnar í kvöld en ekki liggur enn fyrir hvort staðurinn verði opinn allt árið um kring. Sigríður útilokar ekki að haldið verði Sirkus festival í framtíðinni á Seyðisfirði.

Húsið var ekki rifið heldur gert upp en stendur nú autt eftir að vetingastaðurinn Skelfiskmarkaðurinn skellti endanlega í lás í mars.
Fréttablaðið/Einar