Hljóm­diskur Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands, Concur­rence, er til­nefndur til Gram­my-verð­launa í flokknum Besti hljóm­sveitar­flutningur.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá sveitinni. Á disknum flytur Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands, undir stjórn Daníels Bjarna­sonar, ný verk eftir fjögur ís­lensk tón­skáld: Önnu Þor­valds­dóttur, Hauk Tómas­son, Maríu Huld Markan Sig­fús­dóttur og Pál Ragnar Páls­son.

Ein­leikarar með hljóm­sveitinni eru Sæunn Þor­steins­dóttir og Víkingur Heiðar Ólafs­son. Diskurinn er annar í röðinni af þremur í sam­starfi Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands og banda­rísku út­gáfunnar Sono Luminus, þar sem hljóm­sveitin flytur alls 14 ný ís­lensk hljóm­sveitar­verk undir stjórn Daníels Bjarna­sonar. Loka­diskur þeirrar út­gáfu­raðar, Occur­rence, er væntan­legur í janúar 2021.

The New York Times valdi Concur­rence eina af at­hyglis­verðustu klassísku út­gáfum ársins 2019 og banda­ríska út­varps­stöðin NPR valdi hann sömu­leiðis einn af tíu bestu út­gáfum ársins. Í um­sögn þeirra segir meðal annars: „Ey­ríkið Ís­land er, þrátt fyrir smæð sína, risi á sviði klassískrar tón­listar.“

Fimm hljóm­diskar eru til­nefndir til Gammy-verð­launa í þessum flokki, og meðal annarra til­nefninga má nefna Fíl­harmóníu­sveitina í Los Angeles og Sin­fóníu­hljóm­sveitina í San Francisco.

Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands hefur einu sinni áður verið til­nefnd til Gram­my-verð­launa fyrir besta hljóm­sveitar­flutning, árið 2009.