Einn af frægari Simp­sons þáttum sögunnar úr þriðju seríu frá 1991 þar sem Michael Jack­son fór með gesta­hlut­verk, er ekki að finna á nýju streymis­veitunni Dis­n­ey+, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter.

Jack­son talaði fyrir eina per­sónu þáttarins sem var fyrst sýndur í septem­ber 1991 og er al­mennt talinn með þeim betri frá gull­öld The Simp­sons en líkt og Frétta­blaðið greindi frá tóku sjón­varps­fram­leið­endurnir á­kvörðun um að þátturinn yrði fjar­lægður.

Í þættinum talaði Michael Jack­son fyrir per­sónuna Leon Kompow­sky sem Hómer kynnist á geð­sjúkra­húsi. Leon er há­vaxinn, hvítur karl­maður sem telur sig vera Michael Jack­son og Hómer á­kveður að taka hann með sér heim.

„Ég er á móti hvers­lags bóka­brennum. En þetta er okkar bók og okkur leyfist að taka út kafla,“ er haft eftir James L. Brooks, einum af höfundum þáttanna. Var ákvörðunin tekin í kjölfar ásakana á hendur söngvaranum um kynferðisofbeldi.

Not­endum Dis­n­ey+ streymis­veitunnar býðst því ekki að sjá þáttinn heldur er einungis í boði að byrja á þætti númer tvö. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Simp­sons þættirnir eru í boði á streymis­veitu.