Breska söng­konan og Ís­lands­vinurinn Skin er mikill að­dáandi Daða og Gagna­magnsins ef marka má færslur hennar á Twitter undan­farna daga. Þá virðist Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, vera að­dáandi einnig.

Skin, sem heitir réttu nafni De­borah Ann Dyer, er söng­kona rokk­sveitarinnar Skunk Anansi­e og fylgist hún aug­ljósa vel með Euro­vision.

Á seinna undan­úr­slita­kvöldinu á fimmtu­dag, þegar lag Daða og Gagna­magnsis var flutt, tísti hún um Ís­land og lýsti hrifningu sinni:

Hún birti svo annað tíst í kvöld þar sem hún virðist frekar gefa í miðað við fyrra tíst:

Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, er stutt­orður en af tísti hans má skilja að honum þyki fram­lag Ís­lands æðis­legt.

Þetta eru ekki slæm með­mæli frá tveimur stór­stjörnum úr tón­listar­heiminum.