Myndband af breska sjónvarpsmanninum Simon Cowell hefur vakið athygli.

Bandaríski fjölmiðilinn New York Post fullyrðir að hann sé óþekkjanlegur. Ástæðan virðist vera fegrunar- og lýtaaðgerðir sem hann hefur gengist undir síðustu ár.

Í myndbandinu sem um ræðir auglýsir Cowell þáttinn sinn, Britain’s Got Talent. „Ég segi þetta alltaf, tvær eða þrjár mínútur geta breytt lífi þínu,“ segir Cowell í myndbandinu og bætir við. „Það hefur gert það. Og í þetta skipti gæti það verið þú.“

New York Post segir að það sem hafi gert myndbandið undarlegt hafi verið útlit Cowell. Andlitið hans hafi verið skínandi bjart og tennurnar óvenju hvítar.

Líkt og áður segir hefur hann farið í fegrunaraðgerðir, en fyrr á þessu ári sagðist hann vera hættur að fara í slíkar aðgerðir.

Myndbandinu, sem birtist á Twitter, hefur nú verið eytt.

Úr myndbandinu sem um ræðir.
Fréttablaðið/Skjáskot