Hæfi­leika­dómarinn Simon Cowell varð fyrir því ó­happi að detta og bak­brotna þegar hann var að prufu­keyra nýja raf­hjólið sitt í bak­garði heimili síns í Los Angeles. Hann var í kjöl­farið fluttur á spítala þar sem hann þurfi að gangast undir að­gerð á laugar­daginn.

Mælir með að lesa leið­beiningarnar

„Ég braut hluta af bakinu mínu,“ skrifaði X Factor stjarnan á Twitter í dag. „Smá ráð.. ef þú kaupir raf­hjól lestu leið­beiningarnar áður en þú prófar það í fyrsta skipti.“

Tals­maður hins sex­tuga Cowell sagði að­gerðina hafa gengið vel og að dómarinn væri nú á bata­vegi. Cowell kvaðst vera gríðar­lega þakk­látur fyrir starf lækna og hjúkrunar­fræðinga og bar hann þeim góða söguna. „Með yndis­legasta fólki sem ég hef nokkurn tíman kynnst.“

Bata­kveðjum hefur nú rignt yfir sjón­varps­stjörnuna og hefur Pi­ers Morgan meðals annars óskað honum fulls bata. „Næst skaltu halda þig við göngu­grindina sem ég gaf þér, hún hæfir aldrinum betur,“ grínaðist Morgan á Twitter.