Athafnarmaðurinn Sig­mar Vil­hjálms­son, eða Simmi Vill eins og hann er kallaður, og Sigga Dögg kyn­fræðingur áttu á­huga­vert spjall á Insta­gram live í gær, þar sem þau ræddu meðal annars hin­segin­leikann, fordóma, kyn­líf og allt þar á milli.

Eftir um klukku­stundarsam­tal spurði Sigga Dögg Simma hvort hann og vinir hans tali opin­skátt um kynlíf þeirra á milli

„Taliði um það hvernig ykkur líður, hvað ykkur finnst skemmti­legt og hvað ykkur langar að prófa?,“ spurði hún.

Simmi sagði þá tala um kynlíf að einhverju leyti. „Ég tel samt að þú eigir tölu­vert opin­skárri sam­töl en ég um kyn­líf við nokkurn mann. Ég tala ekkert opin­skátt um kyn­líf. Hvað þá ef við erum að fara að lifa kyn­lífi ræðum við það ekkert fyrir fram, við erum að fara í ó­vissu­ferð,“ sagði Simmi og bætti svo við: „Ég er ekki að ræða það á töflu­fundi áður en farið er í svefn­her­bergið.“

Sigga Dögg tók við það and­köf og sagði afar mikilvægt að ákveða fyrirfram hvað maður vill í kynlífi. „Maður þarf að ræða fyrir fram hvað má og hvað ekki og hvað við ætlum að gera,“ sagði hún og bætti við að Simmi endi annars með putta í bossanum.

„Það er mikil­vægt að draga erótíkina út úr svefn­her­berginu og víkka hana,“ sagði Sigga Dögg og bætti við að gott sé að hafa rauð­vín á kantinum að ræða hvað er næs.

Sam­talið má sjá í heild sinni hér að neðan.