At­hafna­maðurinn Sig­mar Vil­hjálms­son, sem er betur þekktur sem Simmi Vill birti myndir af sér og dönsku draumadísinni Juli­e Christen­sen á Instagram í gær, en þau nutu samvistar hvors annars í London um helgina.

„Fræbær helgi í London,“ skrifar Simmi við færsluna sem sýnir þau gera vel við sig í mat og drykk ásamt því að þau sáu hina stórbrotnu leikhússýningu um Lion King.

Þá tók stjörnubílstjórinn Thridver á móti þeim á flugvellinum með freyðivíni, en hann hefur skutlað öllu helstu áhrifavöldum Íslands.

Í síðasta mánuði greindi Hugi Halldórsson frá því í hlaðvarpinu 70 mínútur í að meðstjórnandi hans Simmi væri kominn á fast. Simmi vildi lítið tjá sig um málið þar til hann endurbirti myndir frá Íslandsferð Julie á Instagram nokkrum dögum síðar.