At­hafna­maðurinn Sig­mar Vil­hjálms­son, eða betur þekktur sem Simmi Vill virtist eiga góðan dag með danskri dís að nafni Juli­e Christen­sen, en hann deildi mynd af þeim saman á Insta­gram í dag.

Í gær var greint frá því að Simmi væri genginn út, en það kom fram í hlað­varpi hans og Huga Hall­dórs­sonar, 70 mínútur. Simmi vildi ekki ræða nýju kærustuna í þættinum, en í dag mátti sjá hana í Insta­gram-story hjá Simma.

„Danish tourist in Iceland,“ skrifaði Simmi á mynd­band af Juli­e fyrir framan Geysi. Svo deildi hann fal­legri mynd af parinu saman, þar sem Juli­e skrifar „this #icelandic­troll.“

Parið skoðar íslenska náttúru saman.
Instagram/SimmiVill
#thisicelandictroll
Instagram/SimmiVill