Ein­býlis­hús við Skildinga­nes 23 í Skerja­firði er komið á sölu og er falt fyrir 225 milljónir. Húsið hefur vakið verð­skuldaða at­hygli fyrir retró út­lit en allar inn­réttingar í húsinu eru upp­runa­legar.

Húsið er teiknað af Sig­valda Thordar­son arki­tekt og var byggt árið 1960. Á­huga­fólk um tíma­flakk ættu vissu­lega að njóta þess að kíkja inn í húsið og stíga aftur til for­tíðar.

Eignin er stað­sett á eftir­sóttum stað í Skerja­firði með mjög fal­legu út­sýni yfir á Bessa­staði. Húsið er 326,9 fer­metrar og eru þar fimm svefn­her­bergi og þrjár stofur.

Þá eru þrjú einkar lit­rík bað­her­bergi í húsinu, hvert öðru betra. Á fast­eigna­vefnum kemur fram að eignin þarfnist tölu­verða endur­bóta.

Reisulegt húsið ber helstu kennileiti Sigvalda.
Mynd/Íbúðaeignir
Útisvæðið er tilvalið á sólardögum sem þessum.
Mynd/Íbúðaeignir
Upprunaleg tekk innrétting er í eldhúsinu.
Mynd/Íbúðaeignir
Rautt klósett og vaskur munu eflaust kæta einhvern.
Mynd/Íbúðaeignir
Litrík teppi setja svip sinn á eignina.
Mynd/Íbúðaeignir
Innbyggður arin býður upp á góðar stundir.
Mynd/Íbúðaeignir
Teppalagðir stigar kæta.
Mynd/Íbúðaeignir
Bleikt bað fyrir rómantísk kvöld.
Mynd/Íbúðaeignir
Hægt væri að velja baðherbergi eftir lit.
Mynd/Íbúðaeignir