Raunveruleikastjarnarn og sigurvegari Love Island árið 2017, Kem Cetinay, er miður sín eftir að bílslys sem hann lenti í leiddi til dauða ökumanns.

Þetta kemur fram á fréttavef The Sun en Cetinay var við akstur nálægt Hornchurch í Englandi þegar mótorhjól skall á bifreið hans með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins lést.

Cetinay er ómeiddur og er ekki talið að slysið hafi komið til með saknæmum hætti. Eins og stendur hefur hann stöðu vitnis í rannsókn lögreglu og var ekki handtekinn á slysstað.

Kem hefur ekki viljað tjá sig um málið en vottar aðstandendum ökumannsins samúð sína.
Mynd/getty

Sjúkraliðar á staðnum reyndu sitt besta til að bjarga lífi mannsins en hann var úrskurðaður látinn á staðnum.

Í tilkynningu frá kynningarstjóra Cetinay kom fram að staðfest væri að ökumaðurinn hefði látist í árekstri við stjörnuna en að hann myndi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu „að öðru leyti en að votta dýpstu samúð sína til fjölskyldu og vina ökumannsins,“ sagði í tilkynningunni.

Cetinay skaust upp stjörnuhimininn með þáttöku sinni í Love Island árið 2017 en hann bar sigur úr býtum úr þeirri þáttaröð. Undanfarin ár hefur hann svo starfað sem sjónvarpskynnir og raunveruleikastjarna í Bretlandi.